mánudagur, ágúst 16
Það er alltaf svo mikið vesen og rugl í kringum mig. Ef það er ekki skatturinn, þá eitthvað annað. Ég er farin að halda að ég sé eitthvað misheppnuð eða kannski er ég bara illa gefin. Stend í leiðindaveseni þessa dagana. Búin að hringja í Framsýn, Eflingu, KPMG, skattinn, lögfræðinga og meir. Allt útaf henni Nönnu vinkonu minni. Oh hvað það er gaman að lifa. Þetta er líf mitt í hnotskurn en ég bugast ekki, bara hlæ. Ég er að vinna eins og venjulega, það er orðið rólegra hérna á tjaldsvæðinu. Mamma er búin að vera með ítalska gesti í heimsókn og er búin að fara hringinn með þá. Svo hélt hún svaka partý á laugardaginn en ég komst ekki því ég var að vinna. Tryggvi er búinn að eignast litla, sæta systur. Hún er algjör prinsessa. Svo er ég bara að byrja í skólanum bráðum og hlakka bara til. Held að þetta verði mjög fínt. Vonandi hafa það allir gott, bið að heilsa ykkur í bili.