laugardagur, ágúst 28
Jæja, þá er loksins allt að róast hérna á tjaldsvæðinu. Skólinn að byrja á mánudaginn og þá er sumarið búið. Mér finnst það bara fínt. Þetta er búið að vera crazy sumar og hlakka bara til að byrja í skólanum og fara að lifa eðlilegu lífi. Allt vesen í kringum mig er eiginlega búið. Reyndar er vesen með að fá nettengingu heim, því það virðist ekki vera tenging í þessu húsi eða eitthvað svoleiðis bull. Annars er ekki mikið að frétta í augnablikinu en heyri í ykkur bráðlega.
mánudagur, ágúst 16
Það er alltaf svo mikið vesen og rugl í kringum mig. Ef það er ekki skatturinn, þá eitthvað annað. Ég er farin að halda að ég sé eitthvað misheppnuð eða kannski er ég bara illa gefin. Stend í leiðindaveseni þessa dagana. Búin að hringja í Framsýn, Eflingu, KPMG, skattinn, lögfræðinga og meir. Allt útaf henni Nönnu vinkonu minni. Oh hvað það er gaman að lifa. Þetta er líf mitt í hnotskurn en ég bugast ekki, bara hlæ. Ég er að vinna eins og venjulega, það er orðið rólegra hérna á tjaldsvæðinu. Mamma er búin að vera með ítalska gesti í heimsókn og er búin að fara hringinn með þá. Svo hélt hún svaka partý á laugardaginn en ég komst ekki því ég var að vinna. Tryggvi er búinn að eignast litla, sæta systur. Hún er algjör prinsessa. Svo er ég bara að byrja í skólanum bráðum og hlakka bara til. Held að þetta verði mjög fínt. Vonandi hafa það allir gott, bið að heilsa ykkur í bili.
laugardagur, ágúst 7
Halló halló. Ég veit ég er ekki nógu dugleg að blogga. Málið er að ég er ekki nettengd heima þannig að ég get bara bloggað í vinnunni og stundum er bara svo mikið að gera að ég get ekki hangið í tölvunni og bloggað. Það er nú ekki mikið að frétta þessa dagana. Verslunamannahelgin var fín, mikið gaman. Fór í svaka grillveislu á sunnudaginn til Elísabetar. Það var geðveikt stuð. Annars gengur lífið bara fínt.