mánudagur, júní 7
Jæja þá er allt orðið rólegt. Fyrirlesturinn minn gekk ágætlega held ég, fékk allavega fína dóma frá kennaranum. Sú martröð búin. Svo kom Tryggvi og við vorum í Köben með familíunni hans og það var alveg súper, ótrúlega næs. Svo komum við heim til Óðinsvé en mamma hans og þau fóru í sumarbústað. Þau komu svo til Óðinsvé á laugardaginn og þau gistu hjá mér og ég og Tryggvi vorum hjá Kötu. Þau fóru svo öll heim áðan með kvöldvélinni. Þetta var mjög fínt og þau eru svo indæl. Mamma hans Tryggva er alveg komin á steypirinn og á að eiga í ágúst. Allt svo frábært og skemmtilegt. Núna þarf ég bara að klára skólann(að einhverju leyti). Svo fer að líða að því að ég komi heim, held það verði bara bráðum, þarf samt að ganga frá ýmsum málum hérna úti fyrst. Ætla að fara að hátta núna, verð að fara í skólann á morgun í sálfræði, allan daginn takk fyrir. Heyri í ykkur mjög bráðlega.
P.s. Kata biður að heilsa, hún er á fullu að læra.
P.s. Kata biður að heilsa, hún er á fullu að læra.