<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 12

Það gerðist soldið skemmtilegur atburður í gær. Þessi leynda kreatíva hlið af Katrínu fékk að blómstra. Katrín systir ákvað að laga til í fataskápnum sínum og henda út öllum gömlum fötum. Á tímabili var stór fatahrúga á stofugólfinu og mín fer eitthvað að gramsa í þessum fötum. Ég finn fullt af fötum sem ég get hugsað mér að nota og svo voru buxur sem voru soldið ljótar að neðan þannig að ég klipti af þeim og eru þetta nú þessar fínu kvartbuxur. Katrín horfði á mig með skrýtnum svip og fór að spekúlera hvort hún gæti nú ekki lagað eitthvað af þessum fötum sem hún ætlaði að henda. Ég held nú það. Hún byrjaði að klippa til fullt af bolum og líka buxur. Eftir þessa skemmtilegu upplifun eignaðist hún 4 nýja boli og 2 nýjar buxur. En þið ættuð að sjá fataskápinn hennar núna, hann er tómur og allt geðveikt fínt raðað í hann, það er að segja það sem er í honum. Við skemmtum okkur alveg konunglega. Vorum að vesenast til kl.2 í nótt en svo var partý hjá strákunum niðri þannig að við sofnuðum ekki alveg strax. Áðan elduðum við íslenskar fiskibollur sem voru ljúfengar. Núna erum við bara í slökun(popp og kók), Kata er búin að læra í allan dag og það styttist í próf hjá þessari elsku. Vonandi hafa allir það gott og góða helgi elskurnar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?