<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 16

Á morgun kem ég heim. Hlakka til að sjá Tryggva og alla hina. Mamma mín er reyndar farin til Ítalíu að fljúga eitthvert og kemur ekki heim fyrr en 25.júní sem er afmælisdagurinn hans pabba. Ég er með svo mikinn hausverk núna þannig að ég ætla að klára að pakka og fara svo að sofa. Sé ykkur bráðum.

laugardagur, júní 12

Það gerðist soldið skemmtilegur atburður í gær. Þessi leynda kreatíva hlið af Katrínu fékk að blómstra. Katrín systir ákvað að laga til í fataskápnum sínum og henda út öllum gömlum fötum. Á tímabili var stór fatahrúga á stofugólfinu og mín fer eitthvað að gramsa í þessum fötum. Ég finn fullt af fötum sem ég get hugsað mér að nota og svo voru buxur sem voru soldið ljótar að neðan þannig að ég klipti af þeim og eru þetta nú þessar fínu kvartbuxur. Katrín horfði á mig með skrýtnum svip og fór að spekúlera hvort hún gæti nú ekki lagað eitthvað af þessum fötum sem hún ætlaði að henda. Ég held nú það. Hún byrjaði að klippa til fullt af bolum og líka buxur. Eftir þessa skemmtilegu upplifun eignaðist hún 4 nýja boli og 2 nýjar buxur. En þið ættuð að sjá fataskápinn hennar núna, hann er tómur og allt geðveikt fínt raðað í hann, það er að segja það sem er í honum. Við skemmtum okkur alveg konunglega. Vorum að vesenast til kl.2 í nótt en svo var partý hjá strákunum niðri þannig að við sofnuðum ekki alveg strax. Áðan elduðum við íslenskar fiskibollur sem voru ljúfengar. Núna erum við bara í slökun(popp og kók), Kata er búin að læra í allan dag og það styttist í próf hjá þessari elsku. Vonandi hafa allir það gott og góða helgi elskurnar.

fimmtudagur, júní 10

Allt gott að frétta af okkur systrum. Kata er að fara í próf á þriðjudaginn og er á fullu að læra. Ég aftur á móti er bara að slappa af og gera mig klára fyrir heimför í næstu viku. Það verður gaman að koma heim og hitta alla en ég er eiginlega ekki komin með vinnu. Það reddast eins og alltaf. Hef voða lítið að segja. Bið að heilsa.

mánudagur, júní 7

Jæja þá er allt orðið rólegt. Fyrirlesturinn minn gekk ágætlega held ég, fékk allavega fína dóma frá kennaranum. Sú martröð búin. Svo kom Tryggvi og við vorum í Köben með familíunni hans og það var alveg súper, ótrúlega næs. Svo komum við heim til Óðinsvé en mamma hans og þau fóru í sumarbústað. Þau komu svo til Óðinsvé á laugardaginn og þau gistu hjá mér og ég og Tryggvi vorum hjá Kötu. Þau fóru svo öll heim áðan með kvöldvélinni. Þetta var mjög fínt og þau eru svo indæl. Mamma hans Tryggva er alveg komin á steypirinn og á að eiga í ágúst. Allt svo frábært og skemmtilegt. Núna þarf ég bara að klára skólann(að einhverju leyti). Svo fer að líða að því að ég komi heim, held það verði bara bráðum, þarf samt að ganga frá ýmsum málum hérna úti fyrst. Ætla að fara að hátta núna, verð að fara í skólann á morgun í sálfræði, allan daginn takk fyrir. Heyri í ykkur mjög bráðlega.
P.s. Kata biður að heilsa, hún er á fullu að læra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?