<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 7

Vá það er soldið langt síðan ég hef bloggað. Það er búið að vera tölvu hallæri hjá okkur. Mín tölva er ónýt og búin að vera ónýt lengi, heimilistölvan hjá Kötu er komin með vírus og fartölvan hennar er ónýt. Við höldum að vírusinn sé farinn en það er samt eitthvað að tölvunni. Hún slekkur bara á sér ef hún er búin að fá nóg. Svo nenni ég sko ekki að sitja í skólanum lengur en ég þarf. Erum að gera lokaverkefnið og ég er alveg að gubba, það er ekkert smá leiðinlegt verkefni en þetta er að verða búið. Svo koma 3 vikur í kennslu og svo er komið sumarfrí jibbí. Ég kem heim í sumar að vinna, veit ekki hvar, kemur allt í ljós. Það eru búin að vera álög á okkur systrum því það er ekkert að funkera þessa dagana. Öll heimilistæki eru að hrynja hjá Kötu, sennilega fuglahreiður bak við vegginn inn í svefnherbergi, veikindi og bara allt. Ég er ekki að fara í íþróttafræði í haust því að ég var ekki boðuð í viðtal til þess að komast inn. Svo er ég að reyna að hætta að reykja, það gengur ágætlega fyrir utan 2 þunglyndisdaga. Svo er ekkert brjálað stuð í skólanum þessa dagana eins og ég sagði áðan. Þannig að það er allt í steik og volæði hjá okkur systrum en það koma betri dagar, kannski á morgun. Svo fór ég á fimleikaæfingu á miðvikudaginn og ég hef aldrei staðið mig svona illa, ég gat ekki rassgat og er með mestu harðsperrur sem ég hef fengið í 10 ár. Ég get varla gengið. En það eru bjartir dagar framundan. Tryggvi er að koma í heimsókn í lok maí og mamma hans og fjölskylda eru líka að koma til Danmerkur á sama tíma. Það verður gaman að fara í Tívolí og svoleiðis. En núna ætla ég að hætta þessu væli og hugsa jákvætt og fara að hjúkra henni systur minni, hún er pínu lasin þessa elska. Bið að heilsa ykkyr öllum. Bæjó.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?