<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 13

Tölvan hennar Kötu er aftur komin í rugl. Þetta er að verða soldið þreytandi. Ég er loksins búin að skila seinna verkefninu í skólanum og þá er ekki mikið eftir. Við þurfum reyndar að halda 2 klukkutíma fyrirlestur um verkefnið okkar en það er ekki fyrr en í lok maí. Við horfðum á júróvision í gær og greyið danirnir komust ekki áfram. Þetta var nú bara svindl því öll nágrannalönd Tyrklands komust áfram, auðvitað kjósa Króatar ekki Dani því það er svo langt í burtu en svona er þetta bara. Ég og Kata fórum að skoða eitthvað hús í dag fyrir eitthvað fólk sem er að flytja hingað og það var útí sveit en þetta var samt ágætistúr á fallegum fimmtudegi. Svo fórum við í búðina og skruppum í ljós. Á morgun erum við að fara í smá boð til hennar Báru vinkonu og ætlum að horfa saman á brúðkaupið. Það eru allir að fara yfir um yfir þessu brúðkaupi en maður skilur það svo sem alveg, þetta er nú einu sinni kóngafólk. Það er allir í fríi hérna í Danmörkiu frá kl.3 og allar búðir lokaðar. Svo á laugardaginn er svo sjálft júróvision kvöldið og Kata er búin að bjóða einhverju fólki í smá partý, held það verði voða gaman. Annars allt gott að frétta. Kata er búin að ná sér eftir veikindin og orðin nokkuð frísk. Vonandi er allt gott að frétta af ykkur öllum. Kveð í bili. Björg.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?