sunnudagur, maí 9
Það fer að styttast í að ég verði sjónvarpssjúklingur. Ég verð að viðurkenna það að ég er búin að horfa mikið á sjónvarp þessa helgi en það er líka allt í lagi, er það ekki? Ég hef ekki haft neitt að gera alla helgina nema að færa systur minni te og hlaupa að ná í eitthvað að borða fyrir okkur. Ég fór reyndar í ljós í dag. Mér finnst það bara í lagi að taka svona helgar og gera ekkert, bara að horfa á sjónvarpið helst í náttfötunum. Svo tekur við strembin vika og svo um næstu helgi er sko nóg um að vera. Á föstudaginn er Mary og Frederik krónprins að fara að gifta sig og auðvitað horfir maður á það. Svo á laugardaginn held ég að sé júróvisíon, er ég kannski að rugla? Allavega ætlar Kata að vera með smá júróvisíonpartý og bjóða skemmtilegu fólki. Held það verði bara mjög gaman. Jæja gott fólk, ég ætla að skríða uppí rúm og fara að sofa því klukkan er að verða 11 og ég þarf að vakna snemma. Kata biður að heilsa.