<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 27

Á morgun er stóri dagurinn og ég er öll að róast. Er búin að fara yfir verkefnið oft og mörgu sinnum og núna bíð ég bara eftir að fá að klára þetta af. Kata fór til Köben í morgun. Ég talaði við hana áðan og hún var komin í búðirnar með Vidda og ég held að þau séu að fara á Múm tónleika í kvöld. Allt voða gaman. Núna ætla ég heim til mín og laga til og kannski fara í ljós á eftir til að dreifa huganum. Á morgun ætlum við svo að grilla útí garði hjá Kötu með krökkunum í húsinu og fá okkur(ég alla vega)kannski bjór. Held það verði bara mjög fínt. En jæja áfram með smjörið. Bæ.

miðvikudagur, maí 26

Nú fer að líða að því að ég þurfi að standa fyrir framan allan bekkinn og babla eitthvað á dönsku í 10 mínútur. Ég er að deyja úr stressi og með stóran kvíðahnút í maganum. Er að reyna að hugsa um eitthvað annað eins og laugardaginn, því þá hitti ég Tryggva minn. Vildi óska þess að það væri kominn laugardagur en nei fyrst kemur föstudagur og þá byrjar ballið. En nóg um það. Vonandi gengur öllum vel í sínum prófum og þeir sem eru búnir, til hamingju. Kata er í skólanum að læra og kemur seint í kvöld. Ég á að vera að undirbúa mig fyrir fyrirlesturinn en er að gera allt annað. Á morgun er Kata að fara að hitta Vidda í Köben og þau koma svo á föstudaginn til baka. Jæja ég verð að fara að læra eitthvað svo ég meiki föstudaginn. Kveð ykkur í bili.

sunnudagur, maí 23

Langaði bara að segja góða nótt og dreymi ykkur vel.

laugardagur, maí 22

Nú erum við búnar að finna lausn á þessu tölvuvandamáli okkar. Við erum búnar að tengja mína tölvu við skjáinn hans Vidda. Skjárinn á fartölvunni minni er nefnilega ónýtur og ég hef ekkert getað notað tölvuna. Svo er einhver hræðilegur vírus á tölvunni hans Vidda þannig að nú notum við tölvuna mína og skjáinn hans. Ekki sniðugt? En við þurftum að kaupa netkort í tölvuna mína. Annars er allt svona sæmilegt að frétta. Allir bara að morkna í próflestri og ég að bíða eftir að þessi skóli verði búinn. Á föstudaginn eftir viku þarf ég að halda fyrirlestur(ásamt öðrum) um lokaverkefnið okkar og ég að deyja ég er svo stressuð. Ég þarf að bulla alveg heilan helling á dönsku fyrir framan allan bekkinn og kennara og við þurfum að standa þarna í klukkutíma. Hlakka ekki beint til. Eftir þetta förum við svo bara í tíma aftur sem ég skil ekki alveg. Svo er Tryggvi að koma í heimsókn á laugardaginn og við ætlum að vera eitthvað í Köben með mömmu hans og fjölskyldu. Ég kem heim í lok júní og ef einhver veit um vinnu í 2 mánuði, þá má hann alveg segja mér frá því. Hef ekki mikið meira að segja í augnablikinu. Bið að heilsa ykkur.

þriðjudagur, maí 18

Hæ allir saman. Sit uppi skola og eitthvad ad tolvast tvi tolvan hennar Kotu er bara i rugli og vill ekki virka. Eg er a fullu ad undirbua fyrirlesturinn um lokaverkefnid og tad tarf ad vera flott og vel gert tannig ad eg er med hnut i maganum, adallega mest kvidin fyrir tvi ad tala i 15 min eda alika. En tetta er sem betur fer bradum buid og ta tekur vid bara kennsla sem er gedveikt ljuft. Og svo er komid sumar og ta kem eg heim. Tad var otrulega gaman a laugardaginn og en eg var soldid svekkt yfir tvi ad na ekki betra sæti i keppninni tvi strak uglan gerdi tetta bara vel. En nog um tad ætla ad henda mer heim. Bid ad heilsa ykkur i bili.

fimmtudagur, maí 13

Tölvan hennar Kötu er aftur komin í rugl. Þetta er að verða soldið þreytandi. Ég er loksins búin að skila seinna verkefninu í skólanum og þá er ekki mikið eftir. Við þurfum reyndar að halda 2 klukkutíma fyrirlestur um verkefnið okkar en það er ekki fyrr en í lok maí. Við horfðum á júróvision í gær og greyið danirnir komust ekki áfram. Þetta var nú bara svindl því öll nágrannalönd Tyrklands komust áfram, auðvitað kjósa Króatar ekki Dani því það er svo langt í burtu en svona er þetta bara. Ég og Kata fórum að skoða eitthvað hús í dag fyrir eitthvað fólk sem er að flytja hingað og það var útí sveit en þetta var samt ágætistúr á fallegum fimmtudegi. Svo fórum við í búðina og skruppum í ljós. Á morgun erum við að fara í smá boð til hennar Báru vinkonu og ætlum að horfa saman á brúðkaupið. Það eru allir að fara yfir um yfir þessu brúðkaupi en maður skilur það svo sem alveg, þetta er nú einu sinni kóngafólk. Það er allir í fríi hérna í Danmörkiu frá kl.3 og allar búðir lokaðar. Svo á laugardaginn er svo sjálft júróvision kvöldið og Kata er búin að bjóða einhverju fólki í smá partý, held það verði voða gaman. Annars allt gott að frétta. Kata er búin að ná sér eftir veikindin og orðin nokkuð frísk. Vonandi er allt gott að frétta af ykkur öllum. Kveð í bili. Björg.

mánudagur, maí 10

Á ég að segja ykkur soldið merkilegt. Hún Kata var að kaupa sér föt í fyrsta skipti í 2 ár. Hún er svo mikil pæja þessa dagana og alltaf í nýjum fötum. Ég hálfpartinn öfunda hana, ég hef bara keypt mér smá eins og einn bol og klút en hún er sko búin að versla. Það er líka allt í lagi því Viðar er loksins búin að fá vinnu og fær laun, engin námslán lengur hjá honum hí hí. En við systur berjumst við að láta námslánin endast út mánuðinn. Maður verður samt að leyfa sér eitthvað annað slagið, er það ekki. Við stelpurnar verðum bara að fá ný föt annan hvern mánuð. Jæja Farmen(Survivor) er að byrja, má ekki missa af því, nei.

sunnudagur, maí 9

Það fer að styttast í að ég verði sjónvarpssjúklingur. Ég verð að viðurkenna það að ég er búin að horfa mikið á sjónvarp þessa helgi en það er líka allt í lagi, er það ekki? Ég hef ekki haft neitt að gera alla helgina nema að færa systur minni te og hlaupa að ná í eitthvað að borða fyrir okkur. Ég fór reyndar í ljós í dag. Mér finnst það bara í lagi að taka svona helgar og gera ekkert, bara að horfa á sjónvarpið helst í náttfötunum. Svo tekur við strembin vika og svo um næstu helgi er sko nóg um að vera. Á föstudaginn er Mary og Frederik krónprins að fara að gifta sig og auðvitað horfir maður á það. Svo á laugardaginn held ég að sé júróvisíon, er ég kannski að rugla? Allavega ætlar Kata að vera með smá júróvisíonpartý og bjóða skemmtilegu fólki. Held það verði bara mjög gaman. Jæja gott fólk, ég ætla að skríða uppí rúm og fara að sofa því klukkan er að verða 11 og ég þarf að vakna snemma. Kata biður að heilsa.

laugardagur, maí 8

Þetta er búinn að vera rólegur og afslappandi dagur. Ég er búin að horfa á sjónvarpið og leika mér í tölvunni, loksins þegar hún virkar. Kata er búin að vera dugleg að læra í dag og núna ætlum við að horfa á Pretty Woman, hún byrjar eftir klukkutíma. Voða lítið að frétta í augnablikinu, tala við ykkur seinna.

föstudagur, maí 7

Vá það er soldið langt síðan ég hef bloggað. Það er búið að vera tölvu hallæri hjá okkur. Mín tölva er ónýt og búin að vera ónýt lengi, heimilistölvan hjá Kötu er komin með vírus og fartölvan hennar er ónýt. Við höldum að vírusinn sé farinn en það er samt eitthvað að tölvunni. Hún slekkur bara á sér ef hún er búin að fá nóg. Svo nenni ég sko ekki að sitja í skólanum lengur en ég þarf. Erum að gera lokaverkefnið og ég er alveg að gubba, það er ekkert smá leiðinlegt verkefni en þetta er að verða búið. Svo koma 3 vikur í kennslu og svo er komið sumarfrí jibbí. Ég kem heim í sumar að vinna, veit ekki hvar, kemur allt í ljós. Það eru búin að vera álög á okkur systrum því það er ekkert að funkera þessa dagana. Öll heimilistæki eru að hrynja hjá Kötu, sennilega fuglahreiður bak við vegginn inn í svefnherbergi, veikindi og bara allt. Ég er ekki að fara í íþróttafræði í haust því að ég var ekki boðuð í viðtal til þess að komast inn. Svo er ég að reyna að hætta að reykja, það gengur ágætlega fyrir utan 2 þunglyndisdaga. Svo er ekkert brjálað stuð í skólanum þessa dagana eins og ég sagði áðan. Þannig að það er allt í steik og volæði hjá okkur systrum en það koma betri dagar, kannski á morgun. Svo fór ég á fimleikaæfingu á miðvikudaginn og ég hef aldrei staðið mig svona illa, ég gat ekki rassgat og er með mestu harðsperrur sem ég hef fengið í 10 ár. Ég get varla gengið. En það eru bjartir dagar framundan. Tryggvi er að koma í heimsókn í lok maí og mamma hans og fjölskylda eru líka að koma til Danmerkur á sama tíma. Það verður gaman að fara í Tívolí og svoleiðis. En núna ætla ég að hætta þessu væli og hugsa jákvætt og fara að hjúkra henni systur minni, hún er pínu lasin þessa elska. Bið að heilsa ykkyr öllum. Bæjó.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?