<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 21

Halló
Það er búið að vera fínt í Danmörku síðustu daga. � fimmtudaginn fór ég og Kata í afmæli til hennar Hörpu Maríu og fengum dásamlegan mat sem kærastinn hennar eldaði. Svo var kíkt smá í bæinn en ég var ekki lengi því ég þurfti að mæta í skólann daginn eftir. Gærdagurinn fór svo bara í sjónvarpsgláp og meira sjónvarpsgláp. Ætlaði að vera geðveikt dugleg að læra eftir skóla og vera búin að læra fyrir mánudaginn en er ekki byrjuð og það er kominn laugardagur. Núna erum við að fara elda svínalundir hjá Kötu og Vidda og svo er ég að fara að hitta Svövu og vinkonur hennar en þær eru í Lýðháskóla hérna rétt hjá Óðinsvé. Svava er vinkona hans Helga sem var að vinna með mér á Kaffi Prestó heima á �slandi. Það gengur svona ágætlega í skólanum en ég er ekkert að springa úr gleði. Kannski skánar hann. Danskan mín er orðin betri en samt ekki nærri því góð. Mig langar að tala hana eins og Kata. Veit ég er bjartsýn. Svo fór ég á fimleikaæfingu á miðvikudaginn og það var rosa fjör. Samt of margir á æfingunni og ég þurfti að bíða í röð eftir að fá að gera. Ætla samt að fara aftur. Er að reyna að fá Kötu systur með mér og aðra Kötu sem var í fimleikum þegar hún var yngri en ég náði ekki í hana. Svo er ég að deyja úr harðsperrum en það er bara svona þegar maður er að byrja aftur að hreyfa sig. Jæja ætla að fara að gera eitthvað af viti og hætta þessu tölvurugli. Bið að heilsa ykkur í bili og sakna ykkar. Tryggvi minn, sakna þín geðveikt og hlakka til að sjá þig. Love Björg Rún.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?