<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 3

Hæ allir. Það er búið að vera soldið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég flutti um helgina og það er ennþá eitthvað eftir. Svo er ég byrjuð í skólanum og það er sko mikið að gera. Ég fékk verkefni sem ég þarf að skila kl. 9 á morgun og er að berjast við dönskuna með hjálp frá Katrínu. Frekar leiðinlegt verkefni. Svo er búið að velja í studi hópa og ég þarf að vinna öll verkefni með krökkunum sem ég er með í hóp. Það eru fínir krakkar í hópnum mínum. Þannig að það er nóg að gera. bæ í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?