<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 24

Halló
Síðan mín er öll í rugli en það er allt í lagi. Hún Elísabet var að hjálpa mér að fá linka og comments inn á síðuna og þá varð hún svona skrýtin. Annars kann ég ekkert á þetta rugl. Núna er ég hjá Kötu og Vidda og er að fara heim því ég er ekki búin að læra og svo þarf ég að læra fyrir mánudaginn líka því Tryggvi sæti er að koma að heimsækja mig um helgina og ég ætla sko að vera búin að læra þegar hann kemur. Hann er svo mikill draumur í dós. Annars gengur allt vel. Kata og Viddi biðja að heilsa.

laugardagur, febrúar 21

Halló
Það er búið að vera fínt í Danmörku síðustu daga. � fimmtudaginn fór ég og Kata í afmæli til hennar Hörpu Maríu og fengum dásamlegan mat sem kærastinn hennar eldaði. Svo var kíkt smá í bæinn en ég var ekki lengi því ég þurfti að mæta í skólann daginn eftir. Gærdagurinn fór svo bara í sjónvarpsgláp og meira sjónvarpsgláp. Ætlaði að vera geðveikt dugleg að læra eftir skóla og vera búin að læra fyrir mánudaginn en er ekki byrjuð og það er kominn laugardagur. Núna erum við að fara elda svínalundir hjá Kötu og Vidda og svo er ég að fara að hitta Svövu og vinkonur hennar en þær eru í Lýðháskóla hérna rétt hjá Óðinsvé. Svava er vinkona hans Helga sem var að vinna með mér á Kaffi Prestó heima á �slandi. Það gengur svona ágætlega í skólanum en ég er ekkert að springa úr gleði. Kannski skánar hann. Danskan mín er orðin betri en samt ekki nærri því góð. Mig langar að tala hana eins og Kata. Veit ég er bjartsýn. Svo fór ég á fimleikaæfingu á miðvikudaginn og það var rosa fjör. Samt of margir á æfingunni og ég þurfti að bíða í röð eftir að fá að gera. Ætla samt að fara aftur. Er að reyna að fá Kötu systur með mér og aðra Kötu sem var í fimleikum þegar hún var yngri en ég náði ekki í hana. Svo er ég að deyja úr harðsperrum en það er bara svona þegar maður er að byrja aftur að hreyfa sig. Jæja ætla að fara að gera eitthvað af viti og hætta þessu tölvurugli. Bið að heilsa ykkur í bili og sakna ykkar. Tryggvi minn, sakna þín geðveikt og hlakka til að sjá þig. Love Björg Rún.

miðvikudagur, febrúar 18

Hæ hæ. Allt gott að frétta af mér. Var í Kaupmannahöfn um helgina að heimsækja mömmu. Það var rosalega fínt. Svo er bara skólinn kominn á fullt, er ekki alveg komin inní lærdóminn en það kemur. Er farin að hlakka til að koma heim í ferminguna hjá Alla Palla og hitta alla. Tala við ykkur seinna. �starkveðja Björg.

föstudagur, febrúar 13

Halló
Er hjá Kötu og Vidda og fékk dásamlegan mat. Nú erum við að fara að spila og fá okkur rauðvín, voða kósý. � morgun er ég og Kata að fara til Köben að hitta mömmu, hún er í Kroner Rejser í viku og er í fríi á mánudaginn og við ætlum að dingla okkur mæðgurnar. Kem aftur á mánudaginn því ég þarf í skólann á þriðjudaginn. Ég er búin að gera ógeðslega sætt í íbúðinni minni en það vantar ennþá eitt, hann Tryggva minn. Annars er allt gott að frétta. Það var ágætt í busaferðinni, ekkert brjálæðislega gaman en samt bara fínt. Svo fór ég í teboð til hennar Dorte vinkonu/bekkjarsystur. Það var mjög fínt og Fjóla kom líka. Bið að heilsa öllum heima og tala við ykkur fljótlega.

mánudagur, febrúar 9

Halló
Ég veit að ég hef ekki verið dugleg að skrifa en málið er að ég er ekki nettengd heima hjá mér þannig að ég þarf að koma til Kötu og Vidda. Það er búið að vera gaman hérna síðustu daga. Við fórum á þorrablótið á laugardaginn og það var mjög gaman. � miðvikudaginn er ég að fara í busaferð og kem aftur á föstudaginn. Tala betur við ykkur þá. Bið að heilsa öllum.

þriðjudagur, febrúar 3

Hæ allir. Það er búið að vera soldið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég flutti um helgina og það er ennþá eitthvað eftir. Svo er ég byrjuð í skólanum og það er sko mikið að gera. Ég fékk verkefni sem ég þarf að skila kl. 9 á morgun og er að berjast við dönskuna með hjálp frá Katrínu. Frekar leiðinlegt verkefni. Svo er búið að velja í studi hópa og ég þarf að vinna öll verkefni með krökkunum sem ég er með í hóp. Það eru fínir krakkar í hópnum mínum. Þannig að það er nóg að gera. bæ í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?