<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 31

Halló
Jæja ég er loksins búin að fá íbúðina mína. Ég og Kata vorum geðveikt duglegar að bera kassa yfir og svo urðum við svo svangar að við fórum bara heim og elduðum. Núna sitjum við yfir sjónvarpinu og gerum ekki neitt. Ég var að spá hvort ég ætti að nenna yfir og reyna að taka uppúr þessum kössum og gera soldið sætt hjá mér en ég veit ekki hvort ég nenni. Það er nefnilega grenjandi rigning og búið að rigna stanslaust í allan dag. Annars ætlum við Kata að fara snemma á morgun og dúlla okkur í nýju íbúðinni minni. Það verður gaman. Harpa María ætlaði kannski að hringja í okkur í kvöld þegar hún væri búin að vinna og við ætlum kannski að hittast annars er komin einhver leti í okkur og það er líka svo leiðinlegt veður. Tala betur við ykkur á morgun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?